top of page
Kristján Óskarsson..jpg

                                 Mynd 13.

Kristján Valur Óskarsson

(Stjáni á Emmunni)

Hvað heitir þú og veist þú hver var fyrsti vélbátururinn hér í eyjum var?

 

Ég heiti Kristjan Valur Óskarsson og ætli það hafi ekki verið Unnur Ve 80.

 

Hver var fyrsta útgerðin í Vestmannaeyjum?

 

Nei nú takið þið mig alveg í landhelgi. Ætli það hafi ekki verið Gunnar Ólafsson.

 

Hvernig heldur þú að það sé að vera sjómaður í dag?

 

Ég hugsa að það sé mjög gott og þægilegt, þetta er orðinn algjör lúxus.

 

Hvernig var fyrsti báturinn sem þú byrjaðir á?

Það var 52 tonna danskur trébátur sem hét Ver Ve 36.

 

Hvernig finnst þér þróun vélbáta hafa átt sér?

 

Mér finnst hún alveg frábær miðað við þegar ég byrjaði eins með fýluna sko, kölluð slagvægslykt.

 

Hvernig finnst þér að Herjólfur 4 sé rafknúinn?

 

Mér finnst það frábært og væntanlega er þetta framtíðin.

Hver er fyrsti vélbáturinn sem þú mannst eftir?

 

Ætli það hafi ekki bara verið bátur númer tvö sem pabbi átti, Leó Ve 294 sem ég man eftir í fljótu bragði.

 

Hver var stærsti trébátur sem smíðaður var hér?

 

Það var Helgi Helgason.

 

Hvaða skip finnst þér besta skipið sem hefur komið hingað til Eyja?

 

Ég get sko sagt ykkur það og ég veit að ég og Beikoninn erum sammála um að það er Sigurður  Ve 15.

Til baka.

bottom of page