top of page

120 ára sagan

1904

Knör Ve-73 og Unnur Ve-80 voru al fyrstu vélknúnu fiskveiðibátarnir sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum árið 1904. Í þeim voru 6 hestafla tveggja strokka vél.

 

Eros VE 63.png

1911

Cerse Ve-151 var lítill bátur með 12 hestafla eins strokka vél sem bar 4 menn.

Skipið fórst árið 1920 með fjórum mönnum innaborðs.

Mótorbátur frá Eyjum teikning.png

Mynd 8.

Mynd 6.

1920

Sigríður Ve 240 var 12 lesta bátur með 22 hestafla vél. Mánudaginn 13 febrúar 1928 var skipið á sjó þegar skall á mikið óveður og báturinn varð vélavana og lenti á hamrinum. En sem betur fer björguðust allir um borð þökk sé Jóni Vigfússyni sem náði á ótrúlegan hátt að klífa 60 metra háan hamarinn til þess að ná í aðstoð.

Sigríður Ve.jpg

Mynd 19.

1934

Léttir Ve er gamall leiðsögubátur smíðaður í Svíþjóð með 25 hestafla vél. Árið 1942 var hann seldur og sett í hann 40 hestafla vél. Árið 1956 var hann seldur til Vestmannaeyjahafnar og árið 1975 settu þeir í hann 125 hestafla vél. Svoleiðis er hann en þann dag í dag á þurru landi.

Léttir Ve.jpg

Mynd 16.

1939

Helgi Ve-333 er skip sem smíðað var í Vestmannaeyjum árið 1939 úr eik. Í honum var 213 hestafla June Munktell vél. Skipið var talið mjög gott sjó skip og fórum 200 ferðir fram og til baka með varning báðar leiðir til Englands á meðan seinni heimstyrjöldin reið yfir.

Skipið strandaði svo á Faxaskeri árið 1950 með 10 manns innaborðs sem létust öll vegna þess að það var of mikið vonsku veður til þess að hægt væri að bjarga þeim.

1947

Blátindur Ve-21 var smíðaður í Vestannaeyja árið 1947 af Gunnari Marel Jónssyni og í honum er 150 hestafla vél. Báturinn var til sýnis á Skansinum í smá tíma eða þar til það kom mikið óveður og skipið rak inn í höfn og sökk þar við bryggju. Nú er það til sýnis á Eiðinu  í mjög lélegu ástandi.

Helgi Ve 333.jpg

Mynd 10.

Blátindur ve.jpg

Mynd 2.

1960

Kristbjörg Ve-70 var stál-skip smíðað í Noregi með 550 hestafla vél árið 1960.

Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá árið 1986.

1967

Kap Ve-007 er stálbátur smíðaður í Garðabæ árið 1967 með 1065 hestafla Bergen dísel vél. Bátur er 7,9 metrar á breidd en upphaflega var hann 47 metra langur til ársin 1984 en þá var skipið lengt um 5 metra.

Kristbjörg_Ve_70.jpg

Mynd 12. 

Kap II Ve 007.jpg

Mynd 11.

1977

Frár Ve-078 er togari í eigu fjölskyldu hér í eyjum . Skipið er smíðað í Skotlandi árið 1977 úr stáli. Í skipinu er 782 hestafla vél. Skipið er 29 metra langt og 7,2 metrar á breidd.

Frár Ve 78.jpg

Mynd 9.

1987

Brynjólfur Ve-003 er togari úr stáli smíðaður á Akranesi árið 1987.

Hann er 39,8 metra langur og 8,1 metri á breitt. í honum er 1065 hestafla Bergen dísel vél.

2000

Ísleifur Ve-063 er 5900 hestafla togari í eigu Vinnslustöðvarinnar. Hann er 65 metra langur og 13 metra breiður. Ísleifur var keyptur af HB granda árið 2015 og kom til eyja seinn það ár.

2007

Dala-Rafn Ve-508 er skuttogari sem er smíðaður í Póllandi árið 2007. Í bátnum er 700 hestafla Yanmar vél. Hann er 25,69 metrar á lengd og 10,41 metrar a breidd.

Brynjólfur_ve_3.jpg

Mynd 5.

ísleifur_ve.jpg

Mynd 15.

dalarafn ve 508.jpg

Mynd 7.

2016

Sigurður Ve-015 er eins og er stærsta fiskveiðiskip Vestmannaeyinga með 6200 hestaafla vél. Skipið er 80 metrar á lengd og 17 metrar á breidd. Um borð geta verið 22 skipverjar.

sigurður_ve.jpg

Mynd 17.

2019

Bergey Ve-144 er skuttogari sem smíðaður er í Noregi árið 2019. 

Skipið er með tvær 400 hestafla vélar og er 29 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.

Skipið er eitt af sjö tvíburaskipum sem komu hingað til landsins.

Bergey ve 144.jpg

Mynd 1.

bottom of page