top of page
120 ára sagan
1904
Knör Ve-73 og Unnur Ve-80 voru al fyrstu vélknúnu fiskveiðibátarnir sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum árið 1904. Í þeim voru 6 hestafla tveggja strokka vél.
1911
Cerse Ve-151 var lítill bátur með 12 hestafla eins strokka vél sem bar 4 menn.
Skipið fórst árið 1920 með fjórum mönnum innaborðs.
Mynd 8.
Mynd 6.
1920
Sigríður Ve 240 var 12 lesta bátur með 22 hestafla vél. Mánudaginn 13 febrúar 1928 var skipið á sjó þegar skall á mikið óveður og báturinn varð vélavana og lenti á hamrinum. En sem betur fer björguðust allir um borð þökk sé Jóni Vigfússyni sem náði á ótrúlegan hátt að klífa 60 metra háan hamarinn til þess að ná í aðstoð.
Mynd 19.
1934
Léttir Ve er gamall leiðsögubátur smíðaður í Svíþjóð með 25 hestafla vél. Árið 1942 var hann seldur og sett í hann 40 hestafla vél. Árið 1956 var hann seldur til Vestmannaeyjahafnar og árið 1975 settu þeir í hann 125 hestafla vél. Svoleiðis er hann en þann dag í dag á þurru landi.
Mynd 16.
1939
Helgi Ve-333 er skip sem smíðað var í Vestmannaeyjum árið 1939 úr eik. Í honum var 213 hestafla June Munktell vél. Skipið var talið mjög gott sjó skip og fórum 200 ferðir fram og til baka með varning báðar leiðir til Englands á meðan seinni heimstyrjöldin reið yfir.
Skipið strandaði svo á Faxaskeri árið 1950 með 10 manns innaborðs sem létust öll vegna þess að það var of mikið vonsku veður til þess að hægt væri að bjarga þeim.
1947
Blátindur Ve-21 var smíðaður í Vestannaeyja árið 1947 af Gunnari Marel Jónssyni og í honum er 150 hestafla vél. Báturinn var til sýnis á Skansinum í smá tíma eða þar til það kom mikið óveður og skipið rak inn í höfn og sökk þar við bryggju. Nú er það til sýnis á Eiðinu í mjög lélegu ástandi.
Mynd 10.
Mynd 2.
1960
Kristbjörg Ve-70 var stál-skip smíðað í Noregi með 550 hestafla vél árið 1960.
Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá árið 1986.
1967
Kap Ve-007 er stálbátur smíðaður í Garðabæ árið 1967 með 1065 hestafla Bergen dísel vél. Bátur er 7,9 metrar á breidd en upphaflega var hann 47 metra langur til ársin 1984 en þá var skipið lengt um 5 metra.
Mynd 12.
Mynd 11.
1977
Frár Ve-078 er togari í eigu fjölskyldu hér í eyjum . Skipið er smíðað í Skotlandi árið 1977 úr stáli. Í skipinu er 782 hestafla vél. Skipið er 29 metra langt og 7,2 metrar á breidd.
Mynd 9.
1987
Brynjólfur Ve-003 er togari úr stáli smíðaður á Akranesi árið 1987.
Hann er 39,8 metra langur og 8,1 metri á breitt. í honum er 1065 hestafla Bergen dísel vél.
2000
Ísleifur Ve-063 er 5900 hestafla togari í eigu Vinnslustöðvarinnar. Hann er 65 metra langur og 13 metra breiður. Ísleifur var keyptur af HB granda árið 2015 og kom til eyja seinn það ár.
2007
Dala-Rafn Ve-508 er skuttogari sem er smíðaður í Póllandi árið 2007. Í bátnum er 700 hestafla Yanmar vél. Hann er 25,69 metrar á lengd og 10,41 metrar a breidd.
Mynd 5.
Mynd 15.
Mynd 7.
2016
Sigurður Ve-015 er eins og er stærsta fiskveiðiskip Vestmannaeyinga með 6200 hestaafla vél. Skipið er 80 metrar á lengd og 17 metrar á breidd. Um borð geta verið 22 skipverjar.
Mynd 17.
2019
Bergey Ve-144 er skuttogari sem smíðaður er í Noregi árið 2019.
Skipið er með tvær 400 hestafla vélar og er 29 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.
Skipið er eitt af sjö tvíburaskipum sem komu hingað til landsins.
Mynd 1.
bottom of page