top of page
Sigurður Georgsson..jpg

                                     Mynd 18.

Sigurður Georgsson

(Siggi á Heimaey)

Hvað heitir þú og veist þú hver var fyrsti vélbáturinn hér í eyjum?

 

Ég heiti Sigurður Georgsson og ég man ekki alveg hvaða bátur var fyrstur.

 

Hver var fyrsta útgerðin í Vestmannaeyjum?

 

Sigurður er ekki alveg viss en hann heldur að það sé Ísfélagið.

 

Hvernig heldur þú að það sé að vera sjómaður í dag?

 

Hann segir það vera allt öðruvísi heldur en þegar hann var að byrja á sjó fyrir meira en 50 árum.

 

Hvernig var fyrsti báturinn sem þú byrjaðir á?

 

Það var 36 tonna eikarbáturinn Sídon og var frá Svíþjóð.

 

Hvernig finnst þér þróun vélbáta hafa átt sér stað?

 

Sigurði finnst hún vera voðlega góð og hröð.

 

Hvernig finnst þér að Herjólfur 4 sé rafknúinn?

 

Það er sjálfum sér ekkert að því en það á svo sem eftir að reyna almennilega á það.

 

Hver er fyrsti vélbáturinn sem þú mannst eftir?

 

Það hlýtur að vera bara Unnur Ve-80 sem Þorsteinn í Laufási átti.

 

Hver var stærsti trébátur sem smíðaður var hér?

 

Var það ekki Helgi Helgason sagði Sigurður.

 

Hvaða skip finnst þér besta skipið sem hefur komið hingað til Eyja?

 

Það verður að vera Jón Stefánsson, fyrsta skipið sem ég byrjaði á.

Til baka.

bottom of page