top of page
Tryggvi Sig.....jpg

                                            Mynd 20.

Tyggvi Sigurðsson 

(Tryggvi beikon)

Hvað heitir þú og veistu hver var fyrsti vélbáturinn í Vestmannaeyjum?

 

Ég heiti Tryggvi Sigurðson kallaður Tryggvi Beikon og fyrsti vélbáturinn var Eros og hann var ekki hentugur í fiskveiðar því að það var ekki nógu mikil kunnátta á vélum hér áður.

 

Hver var fyrsta útgerðin í Vestmannaeyjum?

 

Í gamla dag var mikið um það að fjórir fimm kallar ættu báta saman. Þannig að það var ekki mikið um stórar útgerðir.

 

Hvernig heldur þú að það sé að vera sjómaður í dag?

 

Tryggvi segir að það sé verið að svindla á sjómönnum í dag. Ef veiðist t.d. um eitt tonn þá er hlutur sjómanna um 5% af aflaverðmætinu. Fáir sjómenn eru á hverjum bát og mikil vinna hjá hverjum.

 

Hvernig var fyrsti báturinn sem þú byrjaðir á? 

 

Það var eikarbáturinn Erlingur og var ekki flottur miðað við báta nú til dags.

 

Hvernig finnst þér þróun vélbáta hafa verið? 

 

Tryggva finnst þróunin vera góð og telur það vera byrjunin á einhverju sem gæti verðið dálítið flott. Honum finnst Bergey og Vestmanney ekki nógu góð sjóskip en Sigurður aftur á móti væri frábært því að það væri stórt og vel smíðað.

 

Hvernig finnst þér að Herjólfur 4 sé rafknúinn?

 

Tryggva finnst það vera allt í lagi en honum er aftur á móti ekki vel við lagið og smíðina á honum. Hann sagði hann vera veikburða og skipið brýtur ekki öldurnar eins vel og sá gamli. Hann talaði líka um að Herjólfur 3 væri mikið betra sjóskip.
 

Hver var fyrsti vélbáturinn sem þú mannst eftir?

 

Fyrsti vélbátur sem hann man eftir var Erlingur það var af því að hann var alltaf í kring um hann í gamla daga.

Hver var stærsti trébátur sem smíðaður var hér?

 

Tryggvi sagði að Helgi Helgason hefði verið stærsti báturinn hérna í Eyjum og líka á öllu landinu og það hefði aldrei verið smíðað eins stórt skip á Íslandi. Hann var um 33 metrar á lengd sem þótti stórt í gamla daga.

Hvaða skip finnst þér besta skipið sem komið hefur til Eyja?

 

Það er Sigurður VE 15, sá sem var á undan nýja Sigurði.

 

Til baka.

bottom of page